Vorið er tíminn til að hreinsa aðeins til eftir drunga vetrarins og undirbúa okkur fyrir sumarið.

Það getur verið gott að hrista af sér veturinn með því að gera skemmtilega vorhreingerningu. Er þetta kannski mótsögn? Skemmtileg vorhreingerning? Það er auðvitað mjög mismunandi hvað okkur finnst spennandi og skemmtilegt 🙂

Ég er allavega ótrúlega spennt fyrir fríu hvatningarvikunni: Hættu að borða stress.

Vorið er einmitt svo góður tími til að taka aðeins til, hvort sem það er á heimilinu eða bara í hugarfarinu okkar 🙂

Þetta er algjörlega passlegur tími til að byrja vorhreingerninguna. Þessi er miklu skemmtilegri og áhugaverðari en að taka til í skápunum, þó að það hafi sinn sjarma líka.

Það léttir á heimilinu ef við látum eitthvað fara sem þjónar okkur ekki lengur og það nákvæmlega sama á við þegar við tökum aðeins til í hugarfarinu okkar.

Hvatningarvikan okkar verður 3.-9.maí.

Markmiðið með hvatningarvikunni er auðvitað að hætta að borða stress en ég vil taka það fram að þetta er líka fyrir aðrar tilfinningar af því að við erum nú með alls konar tilfinningar sem margar hafa áhrif á hvernig við borðum.

Hver dagur hefur ákveðið þema og það er venjulega stutt fræðsla og svo einföld aðferð fyrir hvert þema.

Ég er mjög spennt yfir þessari vorhreingerningu í hugarfarinu. Ég sé jafnvel fyrir mér að þessi hreingerning gæti fært sig yfir í eins og eina skúffu eða tvær á heimilinu 🙂

Komdu og vertu með okkur.

Smelltu hér til að vera með!

Hlakka til að sjá þig, 
Ragnheiður