Á eitthvað af þessu við um þig?

*Ég á það til að leita í skápana eftir einhverju sætu og/eða söltu seinnipartinn og á kvöldin.

*Þegar ég er stressuð borða ég of hratt og of mikið í einu.

*Ég gleymi að hlusta á merki líkamans um svengd og seddu.

*Það að næra mig vel (með mat) verður stundum út undan.

*Ég hugsa ekki nógu vel um sjálfa mig og heilsuna mína

*Ég held að sjálfsmildi geti hjálpað mér en skil ekki alveg hvernig.

*Ég gef mér ekki tíma fyrir ró og slökun.

Þá er námskeiðið 

Næring og núvitund – með áherslu á sjálfsmildi,

samkennd og innri kyrrð 

fyrir þig!

Næring og núvitund er námskeið sem hjálpar þér að takast á við streitu og tilfinningar á annan hátt en að leita í skápa og skúffur að einhverju til að borða. 

*Þú lærir að nýta aðferðir núvitundar.

*Þú lærir aðferðir til að tækla skápaóeirðina.

*Þú lærir að hlusta á merki líkamans um svengd og seddu.

*Þú lærir að nýta fleiri skilningarvit þegar þú borðar og njóta þess að borða.

*Þú lærir að nýta aðferðir sjálfsmildar og samkenndar og að vera þín besta vinkona.

*Þú lærir aðferðir til að takast á við tilfinningar þínar og að hlusta á þína eigin innri visku.

– Þannig nærðu slökun og ró. –

– Þá hefurðu meira val –

– Því þú getur stoppað nógu lengi til að spyrja þig hvað þú þarft raunverulega á að halda.

– Svarið er venjulega ekki að finna í kexskúffunni og nammiskápnum,

þó það sé ekkert bannað sko 😉

Ragnheiður Guðjónsdóttir

Ragnheiður Guðjónsdóttir

Næringarfræðingur, hugleiðslu- og jógakennari og kennari námskeiðsins.

Mín saga

Ég hef lengi leitað að leiðum að betri heilsu.

Ég fór í háskólann og lærði líffræði og næringarfræði.

Ég lærði að kenna jóga og tók alls konar námskeið um alls konar.

Þessi leit hefur gefið mér mörg tæki og tól að bættri heilsu og nú sameina ég það með kennslu námskeiða á netinu.

Næring og núvitund (e. mindful eating) er sú aðferð sem ég nýti hvað mest og má því segja að ég hafi fært mig frá því að fjalla um hvað á að borða yfir í hvernig 😉

Sú nálgun gefur mér líka tækifæri til að sameina ólíkan bakgrunn minn 😉

Á undanförnum árum hef ég einnig kynnt mér og lært aðferðir fyrir samkennda-miðaða þerapíu, áfallamiðað jóga, jóga þerapíu, jóga nidra djúpslökun og aðrar aðferðir til að losa um tilfinningar og spennu sem ekki hefur verið unnið úr. 

Þess vegna hef ég nú bætt við enn meiri áherslu á sjálfsmildi, samkennd og innri kyrrð við þetta námskeið um næringu og núvitund. 

– Skápaóeirðin mín –

Ég hef eins og aðrir leitað í skápana þegar ég hef verið undir álagi.

Það vandræðalegasta og kaldhæðnasta var að hún var mest áberandi í lífi mínu þegar ég skrifaði meistararitgerðina mína í næringarfræði. 

Þegar ég fór að nota aðferðir næringar og núvitundar (mindful eating) þá var ég fyrst aðallega að róa mig niður áður en ég byrjaði að borða og meta svengd og seddu.

Það hjálpaði mér mjög mikið til að meta magnið og hlusta á líkamann minn.

Svo áttaði ég mig allt í einu á því að ég stóð í eldhúsinu heima hjá mér og gat spurt sjálfa mig:

-Hvað er það sem ég þarf raunverulega á að halda núna? –

Ég gat stoppað – ég var meðvituð – óvart!

Svarið var venjulega ekki súkkulaði.

Ekki að ég sé hætt að borða það 😉

Ég nýt þess bara enn betur þegar ég borða það.

 Það er ávinningur af því að sameina næringu og núvitund, minnka streituna í sambandi við mat og matarvenjur og hafa sjálfsmildi og sjálfsumhyggju að leiðarljósi að bættri heilsu og vellíðan.

Þó að við eigum erfitt með að sjá hvernig svona ,,háleitar” hugmyndir raungerist í daglega lífinu. Við sem höfum reynt alls konar mataræði og kúra vitum að það er auðvelt að byrja en erfiðara að halda út.

Oft er það vegna þess að reglurnar eru of strangar til að byrja með.

Og af því að okkur hefur áður mistekist þá höfum misst trúna á að þetta geti hjálpað okkur. 

Þess vegna er hugarfarið og sjálfsmildin ennþá mikilvægari þegar við gerum breytingar í sambandi við mataræði og næringu. 

Ég hef séð hvernig það að nálgast verkefnin með sjálfsmildi og samkennd getur skipt sköpum.

* Það hjálpar okkur að komast út úr svart/hvítri, allt eða ekkert hugsun, gefur okkur tækifæri til að gera mistök án þess að allt sé ,,ónýtt”.

* Það hjálpar okkur líka að sjá að litlar breytingar gera mikið gagn til lengri tíma litið sem aftur gerir okkur viljugari að halda áfram þegar á móti blæs.

* Það hjálpar okkur að sýna okkur vinsemd og skilning þegar við þurfum mest á því að halda. 

Þegar ég fór að bæta inn sjálfsmildi og samkennd þá breyttist hugarfarið mjög mikið. Ég áttaði mig betur á því að við erum öll mannleg og þannig gat ég gefið mér leyfi til að sleppa tökum á fullkomnunaráráttunni. Já eða sko, minnka hana til mikilla muna 😉

Þó að ég hafi verið búin að nota aðferðir næringar og núvitundar (mindful eating) til að skoða samband mitt við mat og þar sé samkennd innifalin þá bætti þessi samkenndar-miðaða nálgun talsverðu við.

Ég var nefnilega búin að sjá að það að beita sig hörðu þegar maður er með fullkomnunaráráttu og vill gera allt 110% getur verið mjög skaðlegt. Ég vissi að þessi ,,haltu áfram, þú getur þetta, hugsaðu öll einkenni þreytu og streitu” aðferð virkaði alls ekki fyrir mig. 

Samkenndar-miðaða nálgunin gaf mér loksins leyfi til að vera ég, hjálpaði mér að aðlaga hugarfarið ennfrekar og hjálpaði mér að gefa mér rými til að gera mistök án þess að það væri heimsendir.

Það skiptir auðvitað miklu máli þegar verið er að gera breytingar í mataræði vegna þess að markmiðið á ekki að gera allt 110% heldur að gefa okkur tækifæri til að ,,mistakast” og til að njóta þess sem við borðum.

Samkenndar-miðuð nálgun hjálpar okkur líka að minnka streitu og kvíða sem er mikilvægur þáttur í næringu og núvitund. Við komumst lítið áfram ef við erum áfram í streitu- og kvíðaástandi.

Samkenndar-miðuð nálgun hjálpar okkur líka að elska okkur, svona ófullkomnar verur sem við erum ;), og sýna okkur skilning og mildi þegar við sýnum mannlega hegðun. 

Námskeiðið gaf mér tækifæri til að skoða ofan í kjölinn mína upplifun af svengd, seddu og afstöðu til matar og hvernig ég tek ákvörðun um hvað ég borða, hvenær o.s.frv.

Helsti ávinningurinn var dýpri vitund um hvað ég borða, að velja það sem ég þarf á að halda – frekar en bara eitthvað sem hendi er næst. Það kom mér ánægjulega á óvart að prófa æfingar fyrir bragðánægjuna þ.e. að það skuli vera þannig að við erum kannski með eitthvað tvennt sem við teljum að veiti okkur jafn mikla bragðánægju en svo kemur í ljós þegar að er prófað að svo er alls ekki.

Þetta er frábært námskeið um næringu og núvitund, hjálpar til við að skoða tengslin við mat og þjálfa sig í að taka góðar ákvarðanir varðandi næringu, slaka á og njóta.

Ég mæli heilshugar með námskeiðinu og kennaranum þar sem þetta er frábært námskeið sem reyndist mér vel, myndi mæla með því fyrri alla sem eru að spá í góða næringu og/eða breytingu á lífsstíl.

Þetta námskeið kom á góðum tímapunkti hjá mér, var að vinna í því að forgangsraða heilsunni.

Kennarinn er frábær manneskja, yfirveguð og hvetjandi.

Kristín - þátttakandi á námskeiðinu Næring og núvitund

– Skipulag – 

 Námskeiðið er sett upp þannig að nýr hluti birtist á hverjum mánudegi í 12 vikur. 

Í hverjum hluta eru myndbönd þar sem farið er í mismunandi efni; fræðsla, einfaldar æfingar og oft stutt leidd hugleiðsla.

Í innleiðingarvikum er meira um hvatningu og minna um nýtt efni. 

Dagsetningar fyrir hvern hluta: 

*Velkomin á námskeiðið    – Birt –   Sept 2023  |

*Hluti 1 – Undirbúningur – Sjálfsmildi – Hugarró  – Birt –   25/09/2023  |

*Hluti 2 – Hugarró – Sjálfsmildi  – Birt –   02/10/2023  |

*Hluti 3 – Líkamleg og tilfinningaleg sveng – Birt –   09/10/2023  |

*Hluti 4 – Innleiðing – Sjálfsmildi – Hugarró – Svengd  – Birt –   16/10/2023  |

*Hluti 5 – Sedda – Sjálfsmildi  – Birt –   23/10/2023  |

*Hluti 6 – Skilningarvitin – Bragðánægja  – Birt –   30/10/2023  |

*Hluti 7 – Hugarfar – Sjálfsmildi  – Birt –   06/11/2023  |

*Hluti 8 – Innleiðing – Sedda – Bragðánægja – Sjálfsmildi  – Birt –   13/11/2023  |

*Hluti 9 – Hugarfar – Meiri sjálfsmildi  – Birt –   20/11/2023  |

*Hluti 10 – Áhugi – Næring – Ytri viska  – Birt –   27/11/2023  |

*Hluti 11 – Ytri og innri viska – Sameining  – Birt –   04/12/2023  |

*Hluti 12 – Innleiðing – Hugarfar – Sjálfsmildi – Ytri og Innri viska  – Birt –   11/12/2023  |

*Fögnuður – Lok námskeiðs  – Birt –  14/12/2023  |

 

Innleiðingarvikur eru til að hægt sé að melta efnið, anda aðeins, skoða efnið betur og bæta inn einföldum hlutum í daglegt líf. Þá er meira um hvatningu til að líta inn á við 😉 

Það verða 6 lifandi tímar á Zoom  sem dreifast yfir námskeiðstímann. Ef þú þarft leiðbeiningar fyrir zoom láttu mig vita 😉 Fyrsti tíminn er fimmtudaginn 28.sept. 2023. Nánari tímasetningar koma þegar nær dregur. 

Námskeiðið er kennt í þremur 3ja vikna lotum með viku á milli til að anda og ná upp ef þú hefur ekki komist í að skoða alla hlutana.

Við erum einnig með facebook hóp þar sem er möguleiki að spyrja spurninga í hverri viku og fá stuðning og hvatningu. 

Farið er í gegnum 6 skref á námskeiðinu sem öll hafa sitt þema. Við munum dreifa þessum 6 skrefum yfir þessar 12 vikur. 

Áherslan á sjálfsmildi, samkennd og innri kyrrð umlykur öll skrefin 6.

– Skrefin 6 – 

Farið er í gegnum 6 skref á námskeiðinu sem öll hafa sitt þema – sem við dreifum yfir þessar 12 vikur svo það sé nægur tími til að melta efnið og bæta einföldum og mögnuðum aðferðum inn í þitt daglega líf. 

Skref 1: 

Hægðu á huga og líkama fyrir máltíð

Skref 2: 

Lærðu að meta mismunandi svengd og seddu

Skref 3: 

Nýttu fleiri skilningarvit þegar þú borðar

Skref 4:

Tileinkaðu þér nýtt hugarfar

Skref 5:

Sýndu mat áhuga og forvitni

Skref 6:

Tengdu saman ytri og innri visku

– Nánar um skrefin 6 –

Næring og núvitund 

Skref 1: Hægðu á huga og líkama fyrir máltíð

Þetta skref kennir þér leiðir til að geta slakað á áður en þú byrjar að borða. Leiðirnar eru sumar það einfaldar að þú getur nýtt þær hvar og hvenær sem er.

Þú nærð að slaka mikið á og bæði líkami og hugur róast. Þú nærð að sleppa streitunni og safna þér saman. Þannig hefurðu tækifæri til að vera í betri tengingu við líkamann og hugann.

Við lærum um sefkerfið og sjálfsmildi í þessu skrefi.

Skref 2: Lærðu að meta mismunandi svengd og seddu

Við skiptum svengd í tvo mismunandi flokka þ.e. líkamlega svengd og tilfinningatengda svengd. Þú lærir að meta báðar gerðir og muninn þar á milli.

Þú lærir einnig að meta seddu enda getum við þurft að endurlæra þann hæfileika.

Þú lærir einnig að meta muninn svengd og seddu.

Venjulega þurfum við að læra þetta upp á nýtt – og eftir þetta skref getum við betur metið svengd og seddu og þannig stillt betur af magnið sem við borðum.

Hér er sjálfsmildi mikilvæg enda getur tekið smá tíma að læra að treysta líkamanum upp á nýtt.

Skref 3: Nýttu fleiri skilningarvit þegar þú borðar
Stundum flýtum við okkur svo að borða að við nýtum varla bragðlaukana í munninum á meðan við borðum og stöndum svo með umbúðirnar eða tóman diskinn fyrir framan okkur án þess að muna eftir bragði eða öðru um fæðuna sem fór um munninn rétt áður.

Í þessu skrefi skoðum við fleiri skilningarvit, ekki bara bragð, sem við notum þegar við borðum. Það getur verið gott og gagnlegt að skoða fleiri skilningarvit til að geta notið þess að undirbúa mat og borða.

Skref 4: Tileinkaðu þér nýtt hugarfar

Hugarfar hefur mikil áhrif á samband okkar við mat og hvernig við nálgumst mat og athöfnina að borða.

Hér förum við í mismunandi aðferðir svo þú ættir að geta fundið aðferð sem hentar þér.

Aðferðirnar sem við förum í gefa þér líka tækifæri til að takast á við tilfinningar þínar og hlusta á þína innri visku.

Við notum æfingar sem hafa sjálfsmildi í forgrunni. 

Skref 5: Sýndu mat áhuga og forvitni
Hér þjálfum við okkar innri matgæðing og notum núvitund til að sýna mat áhuga og forvitni án þess að dæma.

Það getur við með því að skoða hvernig við nýtum ytri visku þ.e. hver eru aðalatriðin i að næra líkamann með mat.

Við gerum einnig æfingar fyrir val á stórum og litlum skala.

Þá geturðu betur notið þess að borða og þjálfað þína innri visku til að fyrir val.

Skref 6: Tengdu saman ytri og innri visku

Þetta er lokaskrefið þar sem við tengjum saman ytri og innri visku sem við höfum verið að þjálfa allt námskeiðið.

Við tengjum þetta ekki einungis við mat heldur einnig sjálfsmildi og sjálfsumhyggju sem oft verður útundan þegar við erum undir miklu álagi.

Hér ertu komin með góðan grunn til að nærast í núvitund, njóta og sýna þér sjálfsmildi. Þú ert líka komin með tæki og tól (aðferðir) til að hætta að borða stress (og aðrar tilfinningar reyndar líka). Þú ert komin með auðveldar og praktískar aðferðir til að meta sjálf svengd, seddu, bragðánægju og alls konar annað sem skiptir máli fyrir jafnvægi í mataræðinu. Þú veist hvernig hentar þér best að næra þig bæði andlega og líkamlega. Þú kannt að slaka á og ert orðin þín besta vinkona. 

Námskeiðið var hnitmiðað og ég fékk mjög marga nytsamlega punkta sem hægt er að nota í daglegu lífi (þegar maður man eftir þeim 😉Námskeiðið var hnitmiðað og ég fékk mjög marga nytsamlega punkta sem hægt er að nota í daglegu lífi (þegar maður man eftir þeim ;)).

Ég upplifði jákvæðar breytingar á meðan á námskeiðinu stóð. Ég náði að róa hugann fyrir máltíðir og tókst þannig að vera meðvitaðari á meðan. Ég á nú líka auðveldara með að greina á milli þorsta og svengdar.

Þetta námskeið hjálpaði mér mjög mikið við það að njóta matarins og stundarinnar að borða. Maður tekur betur eftir matmálstímanum, gúffar síður í sig mat og líður þar af leiðandi betur eftir á.

Eftir að vera búin að prófa og reyna að nærast í núvitund finnst mér það mjög mikilvægur þáttur í því að borða hollt og reglulega því það er miklu auðveldara að gera það þegar maður er meðvitaður. Það er auðveldara að detta í óhollustu þegar maður er ekki í núinu.

Ég mæli af heilum hug með námskeiðinu enda færðu marga nytsamlega punkta. Námsefnið er mikilvægur þáttur í almennu jafnvægi í daglegu lífi.

Þóra H. þátttakandi á námskeiðinu Næring og núvitund

– Spurningar og svör –

Næring og núvitund með áherslu á sjálfsmildi, samkennd og innri kyrrð

Hvernig virkar þetta netnámskeið ?

Námskeiðið er sett upp þannig að farið er í nýjan hluta í hverri viku samkvæmt skipulaginu hér fyrir neðan. 

Í hverjum hluta eru myndbönd þar sem farið er í mismunandi efni; fræðsla, einfaldar æfingar og oft stutt leidd hugleiðsla. 

Dagsetningar fyrir hvern hluta: 

*Velkomin á námskeiðið    –  Sept 2023 |

*Hluti 1 – Undirbúningur – Sjálfsmildi – Hugarró  –  25/09/2023  |

*Hluti 2 – Hugarró – Sjálfsmildi  –  02/10/2023  |

*Hluti 3 – Líkamleg og tilfinningaleg sveng  –  09/10/2023  |

*Hluti 4 – Innleiðing – Sjálfsmildi – Hugarró – Svengd  –  16/10/2023  |

*Hluti 5 – Sedda – Sjálfsmildi  –  23/10/2023  |

*Hluti 6 – Skilningarvitin – Bragðánægja  –  30/10/2023  |

*Hluti 7 – Hugarfar – Sjálfsmildi  –  06/11/2023  |

*Hluti 8 – Innleiðing – Sedda – Bragðánægja – Sjálfsmildi  –  13/11/2023  |

*Hluti 9 – Hugarfar – Meiri sjálfsmildi  –  20/11/2023  |

*Hluti 10 – Áhugi – Næring – Ytri viska  –  27/11/2023  |

*Hluti 11 – Ytri og innri viska – Sameining  –  04/12/2023  |

*Hluti 12 – Innleiðing – Hugarfar – Sjálfsmildi – Ytri og Innri viska  –  11/12/2023  |

*Fögnuður – Lok námskeiðs  –  14/12/2023  |

 

Innleiðingarvikur eru til að hægt sé að melta efnið, anda aðeins, skoða efnið betur og bæta inn einföldum hlutum í daglegt líf. Þessar vikur eru meira um hvatningu og að líta meira inn á við 😉 

Stuðningsmyndböndin sem fylgja skrefunum 6 birtast þegar búið er að fara í viðeigandi skref.

Það verða 6 lifandi tímar á Zoom  sem dreifast yfir námskeiðstímann. Ef þú þarft leiðbeiningar fyrir zoom láttu mig vita 😉 Fyrst tíminn er fimmtudaginn 28.sept. 2023. Nánari tímasetningar koma þegar nær dregur. 

Hvað eru stuðningsmyndbönd?

Stuðningsmyndbönd eru myndbönd þar sem ég fer í helstu spurningar og svör í tengslum hvert skref næringar og núvitundar.

Hvert myndband hefur ákveðið þema út frá skrefunum sem farið er í í kennslustundunum.

Er mikilvægt að skoða allt efnið um leið og það birtist?

Það er auðvitað mismunandi eftir fólki hvað hentar.

Flestum hentar að skoða efnið fljótlega eftir að það birtist til að “missa ekki af lestinni” en svo eru aðrir sem geta skoðað efnið mun hraðar. 

Ég mæli með að skoða efnið vikulega til ná að bæta smá og smá við í hverri viku. En það er ekkert sem heitir að missa af. Þú gerir þetta bara nákvæmlega eins og hentar þér 😉 

Þetta er auðvitað val hvers og eins 🙂

Er þetta námskeið fyrir mig?

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt hætta að leita í skápana að einhverju sem er að fara bjarga þér hvort sem það er til að róa þig niður, bjarga þér frá leiðindum eða vernda þig á einhvern annan hátt.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú breyta sambandi þínu við mat.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt njóta matmálstímana í staðinn fyrir að borða of hratt.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú ert búin að gefast upp fyrir löngu á öllum kúrum og megrunum af því þú veist að það virkar ekki en vilt samt leita leiða til að líða vel með mataræðið þitt og sjálfa þig.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt læra aðferðir til að takast á við tilfinningar þínar án þess að borða þær.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt finna einfaldar leiðir til að næra þig með mat svo það verði ekki útundan.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt læra aðferðir núvitundar og öðlast meiri hugarró og minnka stress.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt læra að tengja aðferðir núvitundar við það að borða og öðlast hugarró í sambandi við sjálfa þig og mat.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú læra að hlusta á líkamann og þjálfa og efla þína innri visku og traust á sjálfri þér.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt læra að sýna þér sjálfsmildi og samkennd.

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt læra að verða þín besta vinkona.

Ef eitthvað af þessu á við þig þá er þetta námskeið fyrir þig.

Er þetta bara fyrir stressát?

Nei þetta er fyrir stress, aðrar tilfinningar og sjálfsmildi. Þetta er líka til að ná betra jafnvægi í mataræðinu. 

Það eru margar ástæður fyrir því að við borðum, aðrar en að við séum líkamlega svangar

Við borðum til að róa okkur niður, til að hugsa um eitthvað annað og til að sýna að við stjórnum því hvað við borðum (þó það sé engin að reyna að stjórna því).

Það eru reyndar fleiri ástæður en þetta er ágætis byrjun.

Þetta er sem sagt alls konar. Á námskeiðinu skoðum við þetta og meira til 🙂

Er heimavinna?

Það er engin að fylgjast með ,,heimavinnu”.

Ég hvet þig til að prófa sumar aðferðirnar áfram, aðrar aðferðir eru þannig að við gerum þær bara einu sinni og ekki meir.

Ég hvet þig líka til að finna þér hugleiðslu og hugleiða reglulega. Ég mæli sérstaklega með jóga nidra sem er í algjöru uppáhaldi hjá þeim sem prófa.

En að sjálfsögðu ræður þú algjörlega sjálf hvernig þú nýtir þér aðferðirnar á námskeiðinu.

Hvað kostar?

Námskeiðið með kennslugögnum, 12 hlutum, stuðningsmyndböndum fyrir hvert skref, stuðningi í facebook hópi ásamt tveimur bónusum kostar 89.900 í.Kr. en er nú á sérstöku tilboðsverði með 33% afslætti á 59.900. í.Kr.

Smelltu hér til að skrá þig og greiða: http://bit.ly/NNogsjalfsmildi

Þú getur valið að millifæra eða greiða með paypal í dollurum. Notaðu afsláttarkóðann AFSL2023 til að virkja afsláttinn. 

Það er VIP – möguleiki en þá bætast 3 tímar í einkaráðgjöf hjá mér við og þá er fullt verð 148.900. í.Kr. en með afslætti 109.800. í.Kr.  Þú velur milli möguleika á greiðslusíðunni: http://bit.ly/NNogsjalfsmildi

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið svo athugaðu málið hjá þínu stéttarfélagi. 

Hvernig skrái ég mig?

Þú skráir þig með því að smella hér, smella á einhvern af hnöppunum eða myndum sem vísa á námskeiðið á þessari síðu og greiða fyrir námskeiðið.

Einnig geturðu skráð þig með þessu tengli: http://bit.ly/NNogsjalfsmildi

Þetta er tengill inn á MemberVault (ragnagudjons.vipmembervault) þar sem námskeiðið verður haldið. Þar seturðu inn upplýsingar og velur greiðslumöguleika. Þú getur borgað með paypal eða millifært. 

Hvernig borga ég?

Það eru tveir möguleikar.

Annars vegar millifærsla á reikning og hinsvegar með kredit- eða debitkorti í gegnum paypal. 

Smelltu hér til að komast á greiðslusíðuna.

Hvað ef ég er ekki að tengja við þessar aðferðir þegar námskeið er byrjað?

Ef þú ert ekki að finna þig í þessu eftir fyrstu tvö skiptin geturðu óskað eftir endurgreiðslu. Það er sem sagt hægt að fá endurgreitt áður en þriðji tíminn birtist hefst með því að senda póst á rgudjons@outlook.com. Einfalt 🙂

Hvar og hvenær mæti ég?

Þú mætir á sameiginlegt vefsvæði fyrir námskeiðið á mínu svæði á MemberVault nákvæmlega þegar þér hentar. 

Á hverjum mánudegi birtist nýr hluti með nokkrum stuttum kennslu-, æfinga- og hugleiðslumyndböndum. 

Þú ræður hvenær þú skoðar myndböndin og hvernig þú nýtir þér efnið. 

Það verða 6 lifandi tímar á Zoom  sem dreifast yfir námskeiðstímann. Ef þú þarft leiðbeiningar fyrir zoom láttu mig vita 😉

Fyrsti lifandi tíminn er fimmtudaginn 28.sept. 2023. Nánari tímasetningar koma þegar nær dregur. 

 

Dagsetningar fyrir birtingar á hverjum hluta: 

*Velkomin á námskeiðið    – Birt –   Sept 2023  |

*Hluti 1 – Undirbúningur – Sjálfsmildi – Hugarró  – Birt –   25/09/2023  |

*Hluti 2 – Hugarró – Sjálfsmildi  – Birt –   02/10/2023  |

*Hluti 3 – Líkamleg og tilfinningaleg sveng – Birt –   09/10/2023  |

*Hluti 4 – Innleiðing – Sjálfsmildi – Hugarró – Svengd  – Birt –   16/10/2023  |

*Hluti 5 – Sedda – Sjálfsmildi  – Birt –   23/10/2023  |

*Hluti 6 – Skilningarvitin – Bragðánægja  – Birt –   30/10/2023  |

*Hluti 7 – Hugarfar – Sjálfsmildi  – Birt –   06/11/2023  |

*Hluti 8 – Innleiðing – Sedda – Bragðánægja – Sjálfsmildi  – Birt –   13/11/2023  |

*Hluti 9 – Hugarfar – Meiri sjálfsmildi  – Birt –   20/11/2023  |

*Hluti 10 – Áhugi – Næring – Ytri viska  – Birt –   27/11/2023  |

*Hluti 11 – Ytri og innri viska – Sameining  – Birt –   04/12/2023  |

*Hluti 12 – Innleiðing – Hugarfar – Sjálfsmildi – Ytri og Innri viska  – Birt –   11/12/2023  |

*Fögnuður – Lok námskeiðs  – Birt –  14/12/2023  |

Eina sem þú þarft til að taka þátt í námskeiðinu er nettengt tölva, spjaldtölva eða snjallsími og kannski heyrnartól 😉 

Hvenær byrjar námskeiðið?

Námskeiðið hefst 25.september 2023 og þá hefur þú heila viku til að skoða efnið áður en næsti hluti birtist 🙂 

Námskeiðið verður kennt í þremur 3ja vikna lotum með innleiðingarvikum á milli. Þú skoðar það sem hentar þér og eftir námskeiðið verðurðu búin að breyta hugarfarinu, hvernig þú borðar, hvernig þú talar við sjálfa þig og komin með frábæran grunn til að halda áfram að gera breytingar sjálf, sína þér sjálfsmildi og vera besta útgáfan af sjálfri þér. 

Námskeiðinu fylgja tveir frábærir bónusar sem kenna tvær mismunandi aðferðir. Báðar aðferðir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hafa hjálpað mér mjög mikið í gegnum tíðina. 

Þær hafa líka sannað sig í rannsóknum og alltaf styðja rannsóknir betur og betur við upplifun þeirra sem hafa prófað. 

Þessar tvær aðferðir standa upp úr að mínu mati þegar kemur að því að minnka álag, streitu og bæta almenna heilsu og vellíðan.

Þessar aðferðir eru mín leynivopn (kannski ekki svo mikið leyni eftir að ég deili því hér :)) í lífinu. 

6 yoga nidra upptökur sem eru hannaðar sérstaklega fyrir hvert skref. Yoga nidra er stundum kallað jógískur svefn eða liggjandi hugleiðsla. Yoga nidra er heilandi aðferð sem vinnur djúpt í undirmeðvitundinni. Hægt er að leggja fræ að varanlegum breytingum í yoga nidra. Yoga nidra er einnig frábær aðferð til að losa um streitu og langvarandi álag.

Fimm mismunandi hugleiðslur svo þú getir fundið þá sem hentar þér. Fjölmargar rannsóknir staðfesta gildi daglegrar hugleiðsluiðkunar fyrir heilsuna og almenna vellíðan. Hugleiðsla þjálfar hugann til að vera í núinu og gerir núvitundina auðveldari. Til viðbótar við hugleiðslurnar sjálfar færðu leiðbeiningar um hvernig er best að gera hugleiðsluiðkun að daglegri venju.

Námskeiðið var skemmtilegt og fræðandi og hvatti mig til að hugsa betur um heilsuna.

Ég varð meira meðvituð um álagið sem veldur streitunni og kom sjálfri mér á óvart með því að koma inn daglegri slökun.

Ég mæli með námskeiðinu fyrir alla. Það opnar nýjan heim fyrir þér.

Sólveig G. - þátttakandi á námskeiðinu Næring og núvitund

Á meðan á námskeiðinu stóð varð ég rólegri og meðvitaðri um að vera ekki að gera neitt annað á meðan ég væri að borða. Þannig náði ég að hugsa betur um að slaka á og njóta matarins betur.

Það sem mér líkaði best við á námskeiðinu voru hugleiðslurnar og rúsínuhugleiðslan kom mér verulega á óvart.

Þetta námskeið vakti mig til umhugunar. Það hafa allir gott af því J

Unnur J. - þátttakandi á námskeiðinu Næring og núvitund

Námskeiðið sýndi mér hversu mikilvægt það er að velta fyrir sér bragði matarins, að borða meðvitað og hlusta á líkamann. Helsti ávinningurinn var einmitt sá að ég hugaði betur að svengd og seddu, varð meira meðvituð þegar ég borðaði og meira meðvituð um bragð matarins. Þá gat ég farið að njóta matarins betur.

Mér líkaði mjög vel að geta verið heima hjá mér og tekið þátt í gegnum tölvuna. Svo var snilld að geta horft á seinna ef ég missti af tíma.

Þetta er þarft og gott námskeið fyrir alla þar sem öllum er hollt að dvelja í núvitund og hlusta á líkama sinn. 

Helga M. - þátttakandi á námskeiðinu Næring og núvitund

Ennþá með spurningu?

Sendu mér póst á rgudjons @ outlook.com og ég verð í sambandi við þig.