Ferilskrá

Ragnheiður Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík en er uppalin á Hvolsvelli í Rangárvallasýslu. Hún flutti í Kópavoginn árið 1993 til að stunda nám í Menntaskólanum í Kópavogi og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1997. Ragnheiður útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í líffræði árið 2005 frá Háskóla Íslands. Sama ár hóf hún meistaranám í næringarfræði við sama skóla og lauk M.Sc.-gráðu í næringarfræði árið 2007. Meistararitgerð hennar  fjallaði um næringu ungbarna – brjóstagjöf og aðra næringu á fyrsta ári (e. Research on Breastfeeding and Food Consumption among Icelandic Infants and Effects of New Infant Recommendation). Kennslufræði til kennsluréttinda nam hún við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2010. Veturinn 2010-2011 stundaði Ragnheiður kennaranám í Kundalini jóga. Vorið 2012 nam hún dáleiðslutækni (e. Clinical Hypnotist) hjá International School of Hypnosis og lauk því námi í júní 2012. Ragnheiður lauk námi í Næringu og núvitund (MB-EAT – Mindfully Based – Eating Awareness Training) sumarið 2015.

Ragnheiður starfaði við næringarráðgjöf á Landspítalanum frá árinu 2008-2011. Þar sinnti hún aðallega skjólstæðingum krabbameinsdeilda spítalans og aðstandendum þeirra. Ragnheiður hefur einnig unnið fyrir Lýðheilsustöð. Skýrslu um saltmagn í brauðum vann hún fyrir Lýðheilsustöð árið 2007 og veturinn 2010-2011 vann hún  við Landskönnun á mataræði þar sem hún hafði umsjón með spyrlum könnunarinnar.

Ragnheiður kenndi líffræði og næringarfræði við Menntaskólann í Reykjavík 2011-2013.

Ragnheiður hefur frá árinu 2014 starfað sjálfstætt.

Ragnheiður hefur tekið á móti fólki í næringarráðgjöf og dáleiðslu í Kópavogi og hjá Yl á Hvolsvelli en nýtir nú netið til næringarráðgjafar fyrir einstaklinga. Hafðu samband hér fyrir einkatíma í næringarráðgjöf.

Ragnheiður hefur haldið fjölda fyrirlestra um næringarfræði og heilsu og tekur að sér að halda fyrirlestra. Sérstaklega um Næringu og núvitund (mindful eating) sem á hug hennar allann. Hafðu samband hér fyrir upplýsingar um fyrirlestra!

Ragnheiður hefur einnig kennt ýmiskonar námsskeið s.s. jóganámskeið, næringarfræðinámskeið og námskeið um Næringu og núvitund (mindful eating). Hún notar netið mikið til að kenna námskeið. Smelltu hér til að fá upplýsingar um námskeið.

Ragnheiður hefur sótt ýmiskonar námskeið af mismunandi toga og virðist hafa endalausan áhuga á að kynna sér eitthvað nýtt, spennandi, fróðlegt og skemmtilegt. Áhugamálin eru margvísleg en miða mörg að heilsu og heilsutengdum þáttum svo sem næringu, núvitund, jóga, golfi, hreyfingu, og útivist. Ragnheiður hefur verið félagi í Hjálparsveit skáta Kópavogi síðan 1995.