Ertu búin að finna réttu leiðina til að sameina það að borða og núvitund?

Það getur tekið smá tíma fyrir hugann að ná utanum nýja hluti og þó að þú sért búin að finna góða aðferð þá er ekkert víst að hugurinn hjálpi þér að muna eftir henni.

Það er svona sambland af streitu, áreiti og þægindum, þetta með minnisleysið.

Það hlýtur bara að vera ástæðan fyrir því að maður man símanúmerið hjá foreldrum vinkvenna sinna en á ekki séns í að muna símanúmerið hjá þeim sjálfum 🙂

Nú fer bara allt í símaskránna og við erum ekkert að reyna að muna símanúmer.

En þegar maður er að byrja að þjálfa hugann í að gera hlutina öðruvísi en maður er vanur eða hefur áður gert þá verður maður að gefa sér tíma og sýna sér smá samkennd. Þetta kemur allt saman 🙂

Í þessu myndbandi eru fyrstu þrjú ráðin sem ég mæli með þegar maður er að byrja að nærast í núvitund (mindful eating).

Ef þú vilt vita meira þá er hér frí kennslustund um að nærast í núvitund og róa hugann og líkamann áður en þú byrjar að borða.