Jæja, nú líður að páskum og langt síðan að páskaeggin rötuðu í búðirnar.

Ertu búin að fá þér smá? 😉
Ég er búin að smakka smá, svona lítil fyrir málsháttinn, þú skilur 🙂
Mér finnst gaman að bjóða upp á svona lítil sem eftirrétt eftir góða máltíð með fjölskyldunni.
Lítil páskaegg eru fullkomin til að æfa sig í næringu og núvitund


Ég keypti svona nokkur til að bjóða upp á þegar við borðuðum saman fjölskyldan þ.e. foreldrar mínir,
bróðir og svo maðurinn minn og dætur.

Það var svo merkilegt að þá var súkkulaðið miklu betra á bragðið heldur en þegar ég smakkaði fyrsta
eggið þetta árið.

Það er nefnilega svo gaman að sjá hvernig bragðið breytist eftir umhverfinu, hversu svangur eða
saddur maður er, hversu mikla athygli maður hefur á því sem maður er að borða
og bara alls konar annað 🙂


En þetta er sérstaklega gaman að skoða með súkkulaðihugleiðslu þ.e. hvernig bragðið er
breytilegt.

Mögulega er þetta besta leiðin til að borða páskaegg!?!

Það er mjög upplýsandi fyrir okkur að hafa athyglina á því sem við erum að gera og sérstaklega þegar
við borðum eitthvað sem okkur finnst gott, eins og súkkulaði 😉

Ég mæli allavega með að prófa. Ég lofa að það verður mjög áhugavert fyrir þig 🙂

Þú þarft að finna þér þrjá góða bita af súkkulaði.

Hlustaðu eftir merkjum þíns líkama um að kyngja. Súkkulaði bráðnar nefnilega misjafnlega hratt í munninum 🙂

Ég vona að þú finnir einhverja punkta til að vinna með innra með þér. Ég veit, pínu pressa en skoðaðu huga þinn án þess að dæma. Sýndu þér samkennd og hlýju en umfram allt njóttu 🙂

Góða skemmtun,

Ragnheiður