Um mig

Viltu upplifa vellíðan þegar kemur að mat og því hvernig þú borðar og nærist?

Ég er löggiltur næringarfræðingur, framhaldsskólakennari og kundalini jógakennari. Ég sérhæfi mig í Næringu og núvitund (mindful eating) eða því að nærast með meðvitund/núvitund.

Í Næringu og núvitund (mindful eating) get ég sameinað menntun, þekkingu og reynslu saman í eitt og þarf ekki lengur að skipta um hatt eftir því hvort ég er að tala um hugleiðslu og jóga eða mat og næringarfræði eins og áður. Ég var satt að segja orðin talsvert þreytt á því. Nú líður mér eins og ég geti meira verið ég sjálf og sameinað alla þessa þætti í eitt. Það er heilmikill léttir fólginn í því.

Ég vil hjálpa þér að upplifa svipaðan létti þegar kemur að mat og því hvernig þú borðar og nærist með aðstoð Næringar og núvitundar (mindful eating).

Ég var nefnilega búin að leita lengi að þessu púsli í púsluspilið mitt. Ég fór í háskóla í svona 6 ár. Ég fór í jógakennaranám. Ég lærði klíníska dáleiðslu. Ég fór á allskonar námskeið, um allskonar. En síðan fór þessa hugtak ,,mindful eating” að verða meira áberandi, ég fór að taka eftir því. Það var farið að endurtaka sig í höfðinu á mér upp úr þurru þangað til ég gat ekki lengur annað en að kynna mér málið betur. Eftir því sem ég las og skoðaði ,,mindful eating” betur þá leið mér alltaf betur og betur. Þetta talaði til mín á einhvern hátt. Ég sá hvernig ég gat sameinað jógahlutann minn og vísindahlutann saman í eitt. Ég fór að nota aðferðirnar sjálf. Ég var farin að segja fjölskyldu og vinum til. Ég var meira segja farin að tala um ,,mindful eating” í fyrirlestrum sem ég hélt. Þetta gat ekki endað nema á einn veg. Ég fór í meira nám, í ,,mindful eating”. Það nám fór fram úr mínum björtustu vonum. Það breytti sýn minni á hugtakið, því ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hélt ég að af því að ég væri jógakennari þá væri ég alveg með ,,mindful-hlutann” á hreinu og af því ég væri næringarfræðingur þá væri ég með ,,eating” hlutann á hreinu, ég væri svona nokkuð með’ett. Það kom sem sagt í ljós að ég vissi ekki allt um málið þrátt fyrir þennan bakgrunn minn. Það var nú frekar hressandi fyrir mig 🙂 Eftir því sem leið á námið fann ég hvernig eitthvað innra með mér breyttist. Ég varð rólegri, reglunum í kringum mat og matarvenjur fækkaði, ég lærði betur inn á sjálfa mig. Ég lærði að meta svengd og seddu, bragð og bragðupplifun upp á nýtt. Þetta breytti raunverulega sýn minni á sjálfa mig og aðra og hvernig ég umgengst mat.

Nú hjálpa ég öðrum að upplifa það sama í gegnum námskeiðin mín og einkaráðgjöf. Það er stórkostlegt að fá tækifæri til þess, að sjá breytingarnar sem verða, stórar og smáar. Ég fyllist þakklæti á hverjum degi og er ástæðan fyrir því að ég held áfram að kenna fólki hvernig er hægt að njóta þess að nærast í núvitund.

Hér geturðu lesið meira um hvað ,,mindful eating” er.

 

Hér er svo lengri útgáfan af ferilskrá ef þú vilt lesa meira 🙂