Stutta svarið er Já!

Hún hefur líka áhrif á hvar og hvernig við borðum.

Hún hefur meira segja áhrif á það hvernig við meltum matinn sem við borðum.

Þegar við erum stressuð upplifum við tímaskort og þegar við upplifum tímaskort þá veljum við oftast það sem er fljótlegast en gefur okkur ekki tíma í það sem er best fyrir okkur (hvað sem það er).

Það er allt í lagi að velja fljótlegasta kostinn en ef það verður að venju þá er það líklega ekki það heppilegasta.

Steita hefur líka áhrif hvernig við borðum matinn okkar. Tímaskorturinn gerir það að verkum að við gefum okkur ekki tíma til að setjast niður og njóta matarins heldur er líklegra að við gleypum í okkur matinn.

Margir finna fyrir uppþembu þegar þeir borða hratt og önnur meltingareinkenni gera vart við sig.

Minna af meltingarensímum er seytt út í meltingarkerfið þegar við erum undir álagi sem þýðir að við meltum ekki matinn okkar eins vel og nýtum þar af leiðandi ekki öll næringarefnin.

Tímaskorturinn hefur svo áhrif á hvar við borðum, við borðum á hlaupum, í bílnum, við skrifborðið o.s.frv. Það er nú frekar erfitt að hafa athyglina á athöfnina að borða þegar við erum að gera eitthvað annað í leiðinni.

Þannig að svarið við spurningunni í fyrirsögninni er auðvitað já. Streita hefur áhrif á það hvað við borðum og líka hvernig og jafnvel hvar við borðum.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég kalla fríu hvatningarvikuna sem er að fara af stað Hættu að borða stress. 

Markmiðið er að kynna aðferðir næringar og núvitundar og hvernig við getum sameinað það tvennt en líka hvernig við getum notað samkennd fyrir sjálfum okkur sem leiðarljós að betri heilsu og vellíðan.

Komdu og vertu með okkur. Við byrjum 3.maí.


Hlakka til að sjá þig,
Ragnheiður